Fyrsti vetrardagur 2010 verður væntanlega eftirminnilegastur fyrir það að þetta var dagurinn sem nærri 400 þús leyniskjöl voru birt á Wikileak.org. Merkilegt nokk þá hefur vefsíðan þeirra ekki verið aðgengileg á Íslandi í heila viku og er ekki enn. Efni skjalanna er þó hægt að skoða annarsstaðar td hér.
Allt það versta sem sagt hefur verið um Bandaríkjamenn og stríðsrekstur þeirra í Iraq var staðfest þar og meira til. Ég hef áður skrifað að það mætti bóka það að Abu Grahib væri ekki eina fangelsið þar sem fangar voru pintaðir. Bagram fyrir norðan Kabul er áreiðanlega ekki betra og fangelsi hingað og þangað um Iraq þar sem 183 þús Iröqum er haldið föngnum eru í sama flokki. Þetta hefur nú verið staðfest.
Bandaríkjamenn eru algjörlega stjórnlausir og siðlausir þegar vald er annars vegar. Ekki bara erlendis heldur líka í BNA. Byssufíkn þeirra, löggæsla, meðferð á föngum, njósna- og öryggisstofnanirnar sýna hvernig þeir tilbiðja hömlulaust vald og stjórnkerfið allt og kosningafyrirkomulagið byggir á því. Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir í BNA tala hvítir frambjóðendur niður til minnihlutahópa hvort sem það eru blökkumenn, innflytjendur, múslimar eða samkynhneigðir. Repúblikönum er svo í mun að ná til fordómafullu hvítu rasistanna að þeir eru tilbúnir að gefa skít í alla hina. Það segir dálítið um hversu margir fordómafullu hvítu rasistarnir eru í BNA.
Að öðru leyti er þetta fallegur dagur í Dofra. Nú birtir ekki fyrr en á 10. tímanum og klukkutíma síðar þegar loft er þungbúið. Í morgun tyllti sólin sér á toppinn á Snæfellsjökli kl 0915 og kl 0930 var jökullin baðar sól með tunglið á toppnum. Hér eru margar tegundir af fuglum þó fuglarnir séu ekki margir. Í morgun sá ég dílaskarfa, toppendur, hvítmáf og æðarfugl að sjálfsögðu. Hér hafa líka verið hávellur, teistur, langvía, hrafnar, auðnutittlingar, starar, þrestir ofl.
Merkilegt nokk þá segir víst enginn gleðilegan vetur og takk fyrir sumarið.
Recent Comments