Friðrik mikli var í minni kennslubók dæmi um hinn menntaða einvald. Ekki skrítið það þar sem hann var uppi um miðja 18. öld, sjálfa upplýsingaöldina, og var bæði vel menntaður og umkringdur helstu menntamönnum sinnar samtíðar. Hann byggðu höllina Sanssouci höllina í Potsdam um miðja öldina að miklu leyti eftir eigin skissum.
Þetta er svo sem ekki flókið mannvirki með vistarverum fyrir kónginn, 4 stúdíóíbúðum, einum samkomu- og hátíðarsal auk nauðsynlegra þjónusturýma. Ekki þó klósett og bað.
Höllin stendur í samnefndum garði sem gaman væri að eigra um í góðu tómi og 30° hita eins og var meðan við stöldruðum við. Auðvitað lifðu menn í vellistingum pragtuglega í Sanssouci, en bara á sumrin. Höllin var aðeins sumarbústaður Gamla Frikka eins og hann var kallaður af þegnum sínum þegar leið á öldina.
Um 300 árum eftir að Frikki naut lífsins í Sanssouci kom hópur manna saman í villu nokkurri við Wannsee á yndislegum stað skammt frá Potsdam. Þeir nutu líka dýrindis veitinga innan um góða félaga. Nánar tiltekið hófst veislan þriðjudaginn 20 janúar 1942 og stóð fram undir helgi. Milli þess sem menn sögðu gamansögur, drukku kampavín og snæddu sælkeramat, var fundað undir forsæti SS Obergruppenführer Heydrich en SS Obersturmbannführer Eichmann var ritari. Umræðuefnið var "die Judenfrage" sem átti eftir að verða "das Judenproblem.¨
Á þessum tíma leit út fyrir að Þjóðverjar myndu leggja undir sig alla Evrópu og ekki síst töldu þeir sjálfir að svo myndi verða. Í villunni við Wannsee var ákveðið að flytja alla gyðinga í Evrópu til Rússlands. Síðar, þegar í ljós kom að Rússar voru á annarri skoðun, fundu menn svo "endanlegu" lausnina á júðavandamálinu. Sú lausn var bæði tæknilega vel útfærð, krafðist lítils vinnuafls og var ódýr. Miklu ódýrari enn að flytja júða út og suður um alla Evrópu. Það hafði líka sýnt sig að gyðingagettóin í Austurevrópu voru til stöðugra vandræða.
Sýningin um rasisma í Þriðja Ríkinu sem sett hefur verið upp í þessari villu við Wannsee er bæði afar góð og fræðandi og verulega ógnvekjandi. Það er með öllu óskiljanlegt nútíma manni hversu gegnsýrt þjóðfélagið var. Á meðan við Kári vorum þarna var ungur þjóðverju að fjalla um efni sýningarinnar fyrir hóp eldri landsmanna sinna. Þar benti hann m.a. á að þeir sem stóðu fyrir þessum ósköpum voru hámenntaðir menn. T.d. læknar sem virtust allir sem einn hafa gjörsamlega tapað glóruunni.Það voru búin til háþróuð vísindi í kringum kynþáttafordóma sem maður hefði haldið að allir með snefil af common sense myndu sjá að voru algjör gerfivísindi. Hrikalegt.
Ef veðrið hefði ekki verið svona gott hefðum við Kári orðið verulega skelkaðir.
Recent Comments