Í gær var síðasta skemmtiferðaskip sumarsins í Dofra Grand Princess, um 109 þús tonn með allt að 3100 farþega. Þetta er með stærstu skemmtiferðaskipum og aðeins Crown Princess er stærra af þeim sem hingað koma. Stálið sem notað er í smíði skipsins myndi nægja til að smíða um 28 þús farþegabíla.
Þetta er til marks um það að sumrinu er endanlega lokið enda komið fram í október. Þetta reyndist vera heitasta sumar sem mælst hefur í Reykjavík. Í lok september var bæði rok og all hressileg rigning. Ár á Suðurlandi runnu ár yfir bakka sína, fólk varð innlyksa í Þórsmörk og vegum var fleytt í sjó fram. Jafnframt var háarok þannig að mikið af laufi trjánna hvarf líka út í buskann.
Comments
You can follow this conversation by subscribing to the comment feed for this post.