Ég hef oft velt fyrir mér byggingarlaginu á þessum risastóru skemmtiferðaskipum og reyndar líka gámaskipunum. Yfirbyggingarnar (gámarnir) rísa svo himinhátt að mér er illskiljanlegt hvernig þau halda jafnvægi, einkum ef eitthvað er að veðri. Í gær sannaðist þetta heldur betur þegar Crown Princess lónaði fyrir utan Viðey mestallan daginn og gat ekki lagt að vegna vinds. Þegar ég var að fylgjast með skipinu og spá i hversvegna það legðist ekki að datt mér vindur ekki í hug því það var alls ekki hvasst hér í Dofra. Ég lét mér detta farsótt í hug og svo að ríkisstjórnin þyrfti að ganga frá einhverjum sérsamningum vegna virðisaukaskatts. Það er víst svo mikið mál núna.
Crown Princess er, eins og fyrr er getið í þessum pistlum, stærsta skipið sem hingað kemur, 113 þú tonn. Miðað við upplýsingar á seascanner.com þá er þetta 4,5 stjörnu skip af 5 stjörnum mögulegum. Það tekur rúmlega 3000 farþega en ekki rúmlega 4000 eins og sagt er í frétt mbl.is.
Það er byrjað að selja í ferðir á næsta ári og 12 daga ferð sem er svipuð þessari sem skipið er í núna kostar á bilinu ISK 300-950 þús.
Comments
You can follow this conversation by subscribing to the comment feed for this post.