Skipið sem er í heimsókn í Dofra (við Skarfabakka) í dag heitir The World og er merkilegt fyrir það að vera fyrsta íbúðaskemmtiferðaskip (residental condominium ship) í heimi, tekið í notkun 2002. Í skipinu eru 165 misstórar íbúðir í einkaeigu. Allar íbúðirnar eru talsvert stærri en venjuleg íbúð í venjulegu skemmtiferðaskipi (cruise liner) eða frá ca 30-50 ferm. studíóíbúðum og ca 100 ferm. 2 svefnherbergja íbúðum og upp í um 400 ferm. 6 svefnherbergja íbúðir. Íbúðirnar eru útfærðar í mismunandi stíl eftir smekk eigenda þeirra og þaðþarf varla að taka fram aðþær eru allar með svölum.
Þó þetta eigi að vera toppurinn á tilverunni þá nenna ekki allir að búa alltaf í borð i skipinu. Ég er t.d. sjóveikur þannig að ég myndi vilja taka mér frí annað veifið. Hér í Rvk er skipið að taka á móti íbúum sem ætla að fara með í leiðangur til Grænlands og satt að segja er ég ekki viss um að allir hafi áhuga á því. Það er algjör bömmer að eiga íbúð í svona skipi og hafa ekki efni á að láta hana standa auða þegar maður notar hana ekki þannig að enginn viðurkennir að hann sé slíkur fátæklingur. Litlar 2-3 herb ibúðirnar kosta ekki nema á bilinu 2-300 milljónir króna og fastakostnaður er ekki nema í kringum 3-5 milljónir fyrir heilt ár. En það þykir víst ekki skemmtilegt að margar íbúðir séu tómar langtímum saman þannig að útgerðin rekur hótel sem sér um að leigja íbúðir í skipinu til skemmri tíma.
Ms The World er 44 þús tn að stærð og það eru nokkrar íbúðir til sölu einmitt núna. Kannske það séu íbúðir sem útrásraparnir okkar eiga? Mér finnst amk ekki ólíklegt að þeir hafi talið nauðsyunlegt að eiga svona íbúðir í íbúðasafninu sínu. Ef þið hafið áhuga á að skella ykkur á íbúð þá er líklega hægt að fá skoða þær á meðan skipið er í höfn en það losar landfestar á miðvikudagskvöldið kl 20:00.
Comments
You can follow this conversation by subscribing to the comment feed for this post.