Í gær var skipið Eurodam frá Holland-America Line hér í Dofra (við Skarfabakka). Þetta er nokkuð stórt skip (86 þús tn) sem tekur 2100 farþega. Þetta er toppskip þessa útgerðarfélags og var tekið í notkun 2008 og Hollandsdrottning var svo elskuleg að skýra skipið. Flestir klefarnir eru við byrðinginn og meirihluti þeirra með svölum. Klefarnir eru ívið stærri en oft er og þeir minnstu 18-20 ferm í stað 14 sem er algengt á mörgum skipum. Eurodam er málað uppá gamla mátann, þ.e. neðsti hluti skipsins er svartur en þannig voru og eru frægu farþegaskipin eins og Queen Mary frá Cunard Lines máluð.
Ég gæti trúað að markhópur þessa útgerðafélags væri frekar eldri borgarar en hinir yngri. Þetta ræð ég af áherslum kynningu á skipum félagsins og stílnum á innréttingum. Eurodam hafði viðkomu hér í mánaðrferð á leið sinni frá N-Evrópu til Ameríku. Það kemur mjög víða við og ég held að yngra fólkið nenni síður og hafi síður tíma til að sigla um úthöfin í heilan mánuð. Útlit skipanna minnir líka á tímann á síðustu öld þegar ferðalög og skemmtiferðir með lúxuxskipum voru í tísku og höfðar þannig til eldra millistéttarfólks sem hefur efni á að eyða $8000-$15.000 kall í svona ferð.
Ég held að þetta hljóti að vera frekar leiðinlegt sumarfrí.
Ég hef greinilega dregið rangar ályktanir af því sem ég var að skoða. Sem betur fer lesa ekki margir þessar línur sem ég skrifa mér til gamans þannig að ég býst ekki við vandræðum vegna þessa.
Posted by: ggauti | sunnudagur, 05 september 2010 at 16:32
Ég sigldi með Eurodam í þessari ferð sem var reyndar önnur sigling mín yfir Atlantshafið með Eurodam. Ferðin var nú ekki nema 18 dagar og farþegarnir voru nokkru yngri en gengur og gerist í skemmtiferðaskipum og slatti af börnum. Ég kannast ekki við að stíll á innrettingum í Eurodam "höfði til eldra fólks", þvert á móti. Því síður trúi ég því að einhverjum um borð hafi fundist þetta "leiðinlegt sumarfrí". Þetta var góð ferð í frábærum félagsskap með spennandi viðkomustöðum.
P.S. kortið sýnir ekki siglingaleiðina heldur ferð sem skipið fer næsta sumar.
Jón Viðar
Posted by: Jón Viðar Sigurðsson | sunnudagur, 05 september 2010 at 14:39