Við flugvöllinn í Kandahar er ein stærsta herstöð í heimi. Miðað við upplýsingar úr viðtölum sem Rachel Maddow hefur tekið á staðnum er flugvöllurinn sá stærsti í heimi ef miðað er við lendingar og flugtök. Umferðin að mestu tengd stríðinu því völlurinn hefur tekið við af Kabúlflugvelli sem aðal herflugvöllur Afghanistan. Í herbúðunum eru um 40.000 manns, sumir í transit en aðrir til nokkurra mánaða. Herstöðin er NATO herstöð og meira en helmingur hermannanna eru Kanar en hinir frá Englandi, Kanada og fleiri NATO ríkjum. Þessi herstöð er því amk óbeint á okkar vegum.
Í Kandahar eru líkamsræktarstöðvar, skólar, kirkjur, íþróttavellir, bíó, kaffihús, veitingastaðir (KFC, Starbucks ofl), bankar, sjúkrahús, þvottahús, verslanir, rakarastofur og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Allt, hver einasti hlutur, allur matur, allur fatnaður, allt byggingarefni, saumnálar jafnt og ferskt brauð er innflutt frá birgðastöðvum Kananna í BNA. Það er ekkert keypt af innlendum aðilum. Við sem eldri erum munum vel eftir svipaðri herstöð en minni við Keflavíkurflugvöll.
Umhverfið líkist mest því sem við þekkjum frá Wild West bæjum í bíómyndum nema hér er allt fullt af tækjum. Hummvees í þúsundatali, kranar, jarðýtur, sérbyggð tæki til allskonar nota, tankbílar, sjúkrabílar sumt ónýtt, sumt bilað, sumt í þvotti og sumt á leið í mission. Og svo allar flugvélarnar og þyrlurnar. Frekar óaðlaðandi og ekki aðalatriðið á myndum sem herinn dreifir.
Í svona herstöð hugsar enginn "hversvegna er ég hér." Allir hermennirnir eru atvinnuhermenn sem sótt hafa um að komast í viðkomandi her. Samkvæmt Bandarískum könnunum er óbreyttur hermaður minna menntaður og fátækari en Kanar eru að meðaltali en foringjarnir eru líklegri til að koma frá Suðurríkjunum og frá Biblíubeltinu og vera betur stæðir en meðal Kaninn. Auk þess er líklegt að hermennska sé áberandi í fjölskyldunni. Hermenn eru ekki meðaljónar þjóðfélagsins heldur ævintýramenn sem hafa reynslu af og áhuga á skotvopnum og hernaði.
Í BNA virðist vera áberandi að fólk hefur ekki áhuga á stríðinu í Afghanistan og veit lítið um áhrifin sem það hefur afganskan almenning, - öfugt við innfædda.. Eftir níu ára samfellt stríð virðast fæstir vita útá hvað stríðið gengur og til hvers það er háð. Þetta á ekki bara við um Kana. Umræðan gengur að mestu út á tæknilegar útfærslur á stríðinu, kostnaðinn og að gera hershöfðingjana ýmist að stjörnum eða skúrkum. Það er eins og mönnum finnist að þeir eigi alltaf að vera í stríði.
Rachel Maddow dettur dálítið í þennan pytt í útsendingum sínum frá Afghanistan. Hún er yfirsig upptekin af þessu mikla ævintýri sem stríðið er. Þetta er svo framandi, svo rosalega macho og þessi unga (38 ára) vel menntaða kona (stjórnmálafræði í Stanford og d.phil. frá Oxford University) gengst dálítið upp í þessum tækjakúltúr og að klæðast herklæðum og hijab (slæðu). Eftir að McCrystal var rekinn hefur reyndar komið í ljós að stríðsfréttaritarar sem hyggjast halda starfi sínu verðaað skrifa jákvæðar fréttir. Annaars útskúfar herinn þeim og þeir fá ekki aðgang að neinum féttum hvort sem fyrir þeim er einhver fótur eða ekki. Kannske það hafi áhrif á hana en í heild get ég ekki sagt að hún sé áberandi mikið antiwar þó það sé það sem ég býst við af henni.
Hér er tengill á einn þátta Rachel þar sem hún spásserar í Chicken Street sem frægt var hér á Íslandi vegna þess að vopnaðir Íslendingar urðu fyrir árás þar.
Comments
You can follow this conversation by subscribing to the comment feed for this post.