Ég horfði á 2 leiki í 8-liða úrslitum. Í öðrum sigraði verra liðið (Holland) og í hinum það betra (Þýskaland).
Það var ekki fyrr en einn Brassanna var rekinn útaf að það skapaðist smá jafnræði með liðunum í leiknum við Hollendinga því þeir voru lélegri allann tímann fram að því. Hitt er svo annað mál að Brassarnir áttu a vera búnir að gera út um leikinn áður en það gerðist.
Það má segja að markvörður þeirra, Julio Cesar, hafi verið besti maður liðsins, - fyrir Hollendingana. Fyrst náði hann ekki að verja ca 40 m langt skot og síðan kýldi hann framhjá auðveldum bolta sem lenti beint í netinu. Reyndar var ekki við góðu að búast af manni sem mætir til leiks í buxum eins og hann gerði. Þær voru svo ljótar og öll hollingin á honum að það er búið að censora allar myndir þar sem búningurinn sést sæmilega. Amk fann ég bara þessa mynd sem hér fylgir sem samt er mörgum flokkum betri en í leiknum geng Brössunum.
Hinn leikinn (Þýskaland-Argentína) var hrein unun á að horfa. Sumir hafa talað um að vörnin væri veiki punktur argentínska liðsins en að það gerði ekkert til því þeir væru svo flinkir að skora mörk. Ég er nú ekkert endilega sammála fyrra atriðinu en þetta var ein af þessum staðal klisíum sem gengu meðal fréttamanna og fótboltaspekinga.
Þessir sömu aðilar töluðu líka um að þýska liðið væri nokkuð ungt til að ná góðum árangri á þessu móti og að auk þess vantaði Ballak. Hvorutveggja hefur auðvitað reynst tóm þvæla. Reyndar hafa spekingarnir sem sitja með Gary Lineker í BBC-stúdíóinu spáð rangt til um úrslit allra leikja og væntanlega framvindu þeirra og markaskor (nánari rannsóknar er þörf). En það er allt í lagi og gerir þetta bara skemmtilegra.
Nú er líka talað um að niðurstaðan í leiknum veiti Enskum uppreisn æru þar sem þeir hafi amk skorað mark hjá Þjóðverjunum (reyndar tvö). Hvernig sem því er háttað stend ég við þá skoðun mína að Englendingar séu lélegir í fótbolta.
Sennilega er fjarvera Ballaks og tiltölulega ungur aldur þýska liðsins einmitt sterkast þátturinn í því hversu frábært þetta lið er. Ballaki hættir til að hægja á leiknum og er hvergi nærri eins beinskeyttur og þessir strákar. Auk þess vill hann vera foringi og að allir lúti hans vilja sem er ekki endilega vilji þjálfarans eða það sem er best fyrir líðið í heild. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra.
Eftir þennan leik og önnur úrslit í 8-liða úrslitum verð ég auðvitað að spá Þýskalandi heimsmeistaratitlinum. Ég get ekki séð að Spánn eigi séns á móti þeim en Spánn var ásamt Þýskalandi, Argentínu og Brasilíu eitt þeirra liða sem mér fannst eiga möguleika á sigri. Og hvorki Holland né Uruguæ eru líkleg til að sigra þá.
Comments
You can follow this conversation by subscribing to the comment feed for this post.