Þegar þetta er skrifað hefur heil umferð verið spiluð í Suður Afríku og reyndar 7 leikjum betur.
Nokkur lið hafa valdið mér vonbrigðum
SPÁNN olli mér vonbrigðum þegar þeir spiluðu gegn frábærum varnarleik Sviss í fyrri hálfleik og leikmenn Sviss höfðu lítinn áhuga á að hætta sér fram fyrir miðju. Það var nokkuð ljóst að Spánverjarnir myndu leggja upp nýtt leikplan í hálfleik. Það sem ekki var innifalið í nýja leikplaninu var að Svissararnir ætluðu aldrei að leika síðari hálfleikinn eins og þann fyrri. Þeir sendu nýtt lið á völlinn sem spilaði bara nokkuð beittan sóknarbolta. Spánverjar vissu ekki sitt rjúkandi ráð og reyndist erfitt að laga sig að nýja liðinu og töpuðu að lokum 0-1. Hitzfeld klókur.
Þó Þýskaland ynni leik sinn gegn arfaslöku Áströlum þá fannst mér liðið ekki sannfærandi en kóaði dálítið með öllum hinum sem fannst þeir frábærir. Í gær kom í ljós að þótt ýmislegt búi í þessu liði þá virðast þeir vera áhugalitlir og ekki almennilega mættir á staðinn.
Mér finnst England aldrei sýna neitt sérstakan bolta. Þeir komust þokkalega frá miklum baráttuleik við BNA en klikkuðu algjörlega í gær.
Þangað til í gær lifði ég í voninni um að Frakkland sýni eitthvað af gömlu töktunum sínum. Það varð ekki. Þeir voru bara leiðinlegir.
Tvö lið hafa staðið undir væntingum mínum
Argentína og Brasilía sem þurfti að brjótast í gegnum 10 manna vörn N-Kóreu.
Ég hafði engar sérstakar væntingar um Mexico sem spilaði þokkalega í opnunarleiknum og bráðvel í leiknum gegn Frakklandi.
Mótið fór hægt af stað og flestir leikirninr voru leiðinlegir framanaf. Þetta hefur nú breyst og leikirnir í annarri umferð hafa flestir verið bráð skemmtilegir þó þeir hafi ekki allir verið vel leiknir. Ég hef reyndar ekki séð alla leikina, - til að haf það á hreinu.
Comments
You can follow this conversation by subscribing to the comment feed for this post.