AKTU VARLEGA ÞETTA ER HÆTTULEGASTI
TÍMI DAGSINS FYRIR ÞIG.
Þetta stendur á skiltinu sem etv er staðsett við stimpilklukkuna í herstöðinni í Nevada eða annarsstaðar þar sem hermaðurinn sem stjórnaði mannlausu árásarflugvélinni sem stuttu áður en hann stimplaði sig út drap 25 saklausa borgara (karlar, konur og börn) í Afghanistan. Maðurinn vinnur sem sagt 9-5 vinnu við að drepa fólk en dvelur sjálfur í faðmi fjölskyldunnar með eiginkonu og elskulegum börnum og hættulegasti tími dagsins er þegar hann ekur heim úr vinnunni.
Sagt er að Ameríkanar viti nánast ekkert um landafræði og að þeir séu almennt lítt meðvitaðir um önnur lönd en BNA nema þeir hafi gert þar innrás. Auðvitað vita þeir lítið sem ekki neitt eftir það heldur en þekkja trúlega amerísku útgáfuna að nafni landsins (Ærak). Þeir vissu aldrei neitt um Vietnam, þeir vita ekkert um Iraq og ekkert um Afghanistan. Að þessu leyti er Sarah Palin hinn sanni Ameríkani sem henni er svo tíðrætt um.
Kanar tala alltaf um andstæðingana sem uppreisnarmenn (insurgent) og eitt af því sem þeir vita ekki er hvernig þeir líta út í Iraq og Afghanistan. Þess vegna beinist hernaður þeirra jafnt að öllum. Það gerði það þegar GWB grobbaði sig að "shock and awe" taktikinni sem notuð var við innrásina í Iraq og gagnast helst gegn almennum borgurum, það gerði það þegar hermenn gerðu árásir að næturlagi með tryllta graðhestatónlist í eyrunum og það gerði það þegar menn voru píndir til dauða í Abu Grahib fangelsinu og öðrum álíka.
Hér fyrir neðan er tengill á grein eftir Tom Engelhardt sem lýsir ágætlega hvernig kanarnir líkjast helst guðum sem sjálfir dvelja óhultir á Ólympusfjalli á meðan þeir láta dauða og eimyrju rigna yfir saklaust fólk. Vestræn og óháð læknasamtök telja að um 1.200.000 hafi látist vegna stríðsins í Iraq en opinberir aðilar telja að um 600.000 óbreyttir borgarar hafi verið myrtir í Iraq. Þetta eru 250 til 500 einstaklingar hvern einasta dag í sjö ár. Tvær til fjórar milljónir manna hafa misst heimili sín í Iraq og um tvær hafa flúið land.
Tom Engelhardt er einn af mínum eftirlætis pólitísku greinendum. Það er hægt að skrá sig á póstlista á heimasíðunni hans og ég mæli með því fyrir alla sem hafa áhuga á því sem er að gerast fyrir utan "main stream" blaðamennskuna. Ég mæli líka með því að prenta greinina frekar en að lesa hana á skjánum. Mér finnst hún full löng til að maður njóti hennar á skjánum.
http://www.tomdispatch.com/post/175232/tomgram:_engelhardt,_the_view_from_mount_olympus__/
Recent Comments