Nú er ljóst að ekkert bitastætt mun koma frá þessari risaráðstefnu þar sem allar þjóðir heims áttu fulltrúa og yfir 120 þjóðhöfðingjar mættu. Einn fréttamaður Guardian.co.uk orðaði það þannig undir kvöldið að það væri orðið of áliðið til að bjarga jörðinni en stórstjörnurnar notuðu síðustu klukkutímana til að samþykkja eitthvað til að bjarga andlitinu. Obama verður að kyngja því að Yes We Can er bara til heimabrúks og varla það þegar ekki fylgir vilji til að taka ákvarðanir sem eru óvinsælar heima fyrir og kraftur til að berja þær í gegnum bandaríska þingið. Ræðan hans á í Bella Center þótti afar þunn enda getur hann fátt boðið sem sæmandi væri leiðtoga í þessum málaflokki.
Ég hlustaði á þátt umfjöllun í útvarpinu í dag og í fréttatíma Newsnight í gær þar sem menn veltu fyrir sér þeim mikla mun sem er á skoðunum vísindamanna og almennings á Climate Change. Vísindasamfélagið er í stórum dráttum sammála um ástandið og afleiðingarnar. Þó er eins og menn séu ekki fyllilega sammála um hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það er eins þeir vilji ekki eða þori ekki tað ala mikið um það sem kalla mætti Worst Case Scenario. Þróun síðustu ára og missera virðist þó frekar benda til þess að við megum vænta meiri áhrifa en þau sem IPCC telur líklegust.
Almenningur hlustar þó frekar á raddir einstakra vísindamanna sem hafa aðrar skoðanir en vísindasamfélagið. Langflestir eru þessir menn á mála hjá olíufélögum eða öðrum hagsmunaaðilum sem telja sig hagnast á því að tortryggja ráðandi kenningar eða tefja áætlanir um að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í vistvænna eldsneyti. Þessar raddir fá næstum jafnmikið rúm í fjölmiðlum og hinar og því getur almenningur vel haldið að skoðanir þeirra séu gildar. Staðreyndin er hinsvegar sú að kenningar þeirra um einstök atrið sem varða mælingar, söguleg viðmið og væntanleg áhrif hafa allar verið hraktar.
Hitt er svo líka staðreynd að fólk vill gjarnan horfa framhjá vandræðum sem koma ekki til með að varða það persónulega fyrr en eftir nokkur ár. Þetta á t.d. við um Vestur-Evrópubúa enda verða þeir ekki verst úti þegar vandræðin dembast yfir okkur og eru auk þess sá hluti mannkyns sem einna helst hefur efni á að bregðast við með rándýrum aðgerðum. Einstakar þjóðir svo sem Hollendingar og Danir munu þó finna verulega fyrir hækkun á sjávaryfirborði um 1 m. Sama gildir um ýmsa þéttbýlisstaði á Íslandi eins og Rvk, Stokkseyri, Hornafjörð og marga fleiri staði.
Nú kl 2200 er nýlokið fréttafundi Obama í Köben þar sem fram kom að engin bindandi niðurstaða hefur náðst. BNA, Kína, Indland, Brasilía og Suður-Afríka hafa hinsvegar sameinast um saveface yfirlýsingu sem er ekki komin á netið enn þá.
Þetta er eins og merkur maður sagði: "at some point these people don't deserve equal time as the real science. Should a flat-earther have equal time as an geologist when discussing our planet, should a proponent of the stork-theory have as much time as a professor of obstetrics when discussing child-birth. At some point we just have to say no!"
Posted by: www.facebook.com/profile.php?id=555005930 | laugardagur, 19 desember 2009 at 07:57