Í október 2008 skrifaði ég pistil um væntanleg áhrif Hrunsins á efnahag minn og minna. Í það heila taldi ég að það myndi ekki hafa miklar afleiðingar á fyrir mig sjálfan. Það var helst að ég hefði minni fjárráð til að ferðast og að fjárfestingar mínar myndu vart skila arði alveg í bráð. Ekki man ég hvernig á því stóð að ég lét frekar alvarlega mynd af Jóni Gauta fylgja með því hann hafði og hefur sannarlega ekkert með íslensku gjaldeyris- og fjármálakreppuna að gera. Kannske hef ég verið að orna mér við þá staðreynd að hann væri hólpinn.
Nú, ári síðar, er komið í ljós að afleiðingarnar eru meiri en ég vænti. Spá mín rættist að vísu hvað varðar ferðalög erlendis, þau hafa lagst af, og væntanlegum arði af fjárfestingum seinkar trúlega um hálft ár og verður líklega minni en búast mátti við á meðan heimurinn var á fylliríi. Í alþjóðlegu samhengi má búast við að bati fari að gera vart við sig á næsta ári og á ég geti vænst ágóða síðari hluta ársins.
En fleira hefur breyst sem ég sá ekki fyrir:
- Tekjurnar hafa minnkað um 30 þús. á mánuði. Þar vegur þungt að ég lækkaði húsaleigu á íbúðinni minni um 15 þús. í vor og að greiðslur frá TR hafa lækkað um 16 þús.
- Útgjöld hafa aukist um 40 þús. á mánuði. Þar munar mest um afborgun að húsnæðisláni og svo hitt að ég þarf að greiða 21 þús. í vangoldinn skatt vegna þess að ég fékk ekki viðurkenndan vaxtafrádrátt sem ég hef þó fengið undanfarin ár. Þessum greiðslum líkur í des en af sömu ástæðu og með skattinn þarf ég að endurgreiða TR kr 15 þús. á mánuði út næsta ár.
Samtals er viðsnúningurinn um 70 þús. mér í óhag. Og þá er ekki talið með að vöruverð hefur hækkað miklu meira en tekjurnar mínar. Miðað við fjárlög fyrir árið 2010 á þetta eftir að versna talsvert.
Góðu fréttirnar eru þær að ef áætlun félagsmálaráðherra um lækkun greiðslubyrði ná fram að ganga þá get ég búist við að afborganir mínar af húsnæðisláni lækki um 15 þús. Á næsta ári get ég því búist við að þessi neikvæða þróun sem nemur 70 þús. verði "aðeins" 35 þús.!
Myndirnar eru teknar í Grafningi og við Hengilinn um síðustu helgi.
Já það er sko alveg öruggt að margir eru miklu ver settir en ég. Og líka hitt að ástandið á eftir að versna. Það sést best á fjárlögunum fyri næsta ár.
Posted by: ggauti | sunnudagur, 11 október 2009 at 21:45
...og þú ert kanski einn af þeim heppnari? Af því sem maður les hér í Noregi getur fólk hugsað sér að það verði verra áður en það byrjar að batna.
Posted by: Account Deleted | sunnudagur, 11 október 2009 at 17:52