Stundum er september alveg yndislegu mánuður með frostnóttum og haustlitum. Það hefur ekki verið í þetta skipti. September hefur verið votur og vindasamur en þó höfum við aðeins fengið eitt alvöru rok. Meira að segja hundarnir hafa ekki nennt út suma dagana. Trén í garðinum hjá mér fölnuðu auðvitað og mispillinn skartaði rauða litnum sínum en það hefur ekki verið nein haustlitadýrð. Í nótt var 2° frost og það var fyrsta frostið í haust. E.t.v. eigum við eftir að fá haustliti.
Á mánudaginn var fengum við fallegt veður inn á milli rigningardaganna. Ég notaði daginn til að fara austur fyrir fjall og ætlaði að fara á Stokkseyri ofl en komst aldrein nema í Þorlákshöfn og sandhólanna þar fyrir austan. Ástæðan var sú að það var svo fallegt í sandhólunum að ég dvaldi þar daglangt, aðalega við að taka myndir. Nokkrar myndanna fylgja hér með.
Annars hefur sumarið verið alveg frábært. Veðrið var svosum ekkert sérstakt í júní en þá komu Jón Gauti og Vibeke með allt sitt. Eftir það komu júlí og ágúst með sól og blíðu. Mér finnst það hafi verið látlaust sólskin báða mánuðina. Ágúst fór að miklum hluta í viðhald á austugaflinum. Það er ekki sem verst þegar veðrið er svona gott. En kostar mange penge þótt það hafi ekki verið mikið.
Comments
You can follow this conversation by subscribing to the comment feed for this post.