Þrátt fyrir allt hefur magt skemmtilegt gerst á árinu. Ég vildi ég hefði haldið saman öllum gamansögunum sem ég hef fengið sendar í tölvupósti, mest frá vini mínum Árna Gunnarssyni. Þá hefði ég getað lagst í rannsóknarvinnu og valið bestu sögu ársins. Ég elska rannsóknarvinnu.
Á jóladag skrifaði mín góða bloggvinkona og skólasystir Kára í Debrecen pistil þar sem skráðar eru nokkrar frábærar færslur úr sjúkraskrám. Læknar eru heimsfrægir fyrir að skrifa illa. Jafnvel má ætla að sumir fari í læknisfræði af því þeir fá ekki inngöngu í neitt annað fag vegna rithandar sinnar. En þeir eru líka uppteknir við annað en að setja saman goða texta þegar þeir rannsaka sjúklinga. Þetta sína glefsurnar á síðu TB-drottningarinnar. Nokkrar birtast hér fyrir neðan fyrir þá sem ekki nenna að skoða síðuna hennar Gunnu Dóru.
- Að höfðu samræði við lækni féllst hann á að koma sjálfviljugur inn …
- Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið …
- Daginn fyrir innlögn borðaði hún kvöldmat á eðlilegan hátt með kjötbollum …
- Saga er fengin hjá uppgefnum ættingjum...
- Sjúklingur er svo hress að hann gæti gengið langleiðina til Akureyrar...
- Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgunmat og var kominn með lystarstol í hádeginu …
- Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig 1983 …
- Sjúklingur var í góðu ásigkomulagi þangað til flugvélin hans varð eldsneytislaus og hrapaði...
- Sjúklingur var í morgun að drekka te og borða mais þegar að bar mann sem heitir Kristmundur …
- Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði...
http://selurinn.blogspot.com/
Án ábyrgðar um sannleiksgildi en ég hef fengið hlátrarverki í magann, - aftur og aftur. Mikil lækning í því.
Comments
You can follow this conversation by subscribing to the comment feed for this post.