Þegar Suður-Ossetiu stríðið geisaði í ágúst tóku Bandaríkjamenn, Bretar o. fl. mjög eindregna afstöðu með Georgíu og kölluðu Rússa hinum verstu nöfnum. Bandaríkjamenn skóku vopn sín á Svartahafi, sendu hjálpar- eða hergögn og létu dólgslega. Yfirlýsingar GWB og Condi, Pálína bættist svo í þann hóp, beindust að yfirgangi Rússa og engar aðgerðir til aðstoðar Georgíu voru undanskildar. Enda höfðu þeir komið þessum kolruglaða Svakasvili á valdastóla til að storka Rússum.
Síðustu daga hafa upplýsingar komið fram sem staðfesta að Georgía hafi byrjað þetta stríð og um leið framið stríðsglæpi af verstu sort. Að kvöldi 7. ágúst hófu þeir stórskotaliðs- og eldflaugaárás á borgina Tskhinvali. Árásin stóð yfir í nærri 2 sólarhringa þegar Rússar hófu afskipti af henni. Eftirlitsmenn telja að þessi tveggja sólarhringa dráttur bendi til þess að árasin hafi komið Rússum mjög svo á óvart. Í stríðinu voru þúsundir drepanar og tugþúsundir slösuðust og misstu heimili sín. Báðir aðilar notuðu "cluster bombs."
Þessar upplýsingar eru staðfestar af Human Rights Watch eins og kemur fram í útskrift af frétt BBC 2, Organisation for Security and Cooperation in Europe (OSCE) og í féttaskýringaþætti á Newsnight 28. okt á BBC 2, þar sem ég sá þetta fyrst.
Það magnaða er, að hvort sem Georgía gerði þessa árás með vitund og/eða samþykki GWB eða ekki, þá vissu bæði Bandaríkjamenn og Bretar allt um það hverjir byrjuðu stríðið og hverjir tóku til varnar. Það er engin hætta á því að svona átök komi ekki fram á eftirlitsgræjum þeirra. Allt sem þeir sögðu á meðan á átökunum stóð var því hrein og bein lygi til að fegra hlut skjólstæðings.
Ég get ekki beðið eftir að þú flytjir inn
Takk fyrir þetta Skúli minn. Þetta er útrás.
Posted by: ggauti | fimmtudagur, 13 nóvember 2008 at 21:05
Já minnir mig á það, ég ætlaði að segja þér hvað ég varð glaður þegar ég uppgötvaði moggabloggið þitt. Gott og fróðlegt á þessum síðustu og verstu.
Posted by: Skúli | fimmtudagur, 13 nóvember 2008 at 18:23
Í þessari færslu var ég bara að benda á einn hlut; að BNA og England vissu hvenær og hvernig þessi átök byrjuðu og lugu að okkur um hvorutveggja. Fyrst voru Ossetar og Rússar bombaderaðir og síðan Georgiumenn. Í báðum tilfellum langmest saklaust fólk og börn.
Í Suður-Ossetiu er alþjóðlegt eftirlitslið og Rússneskt friðarlið (peacekeepers) frá 1995 og umdeilt er hvort landið tilheyri Georgiu eða hafi einhverskonar sjálfstæði innan Rússlands eins og t.d. Chechenya og Ingusthia o.fl.
Posted by: ggauti | miðvikudagur, 12 nóvember 2008 at 21:06
En...réðust ekki Georgímenn á sína eigin þegna, Suður-Ossetía var og er nokkurn veginn enn hluti av Georgíu?
Og væri/er ekki Rússum illa við að aðrir skipti sér af innanríkisstríði hjá þeim?
Hitt er svo annað, að þessi aðgerð Georgíu (Svakabilli) var algjörlega handan við allt vit.
Posted by: jgauti | miðvikudagur, 12 nóvember 2008 at 19:01
Ég var búinn að gleyma þessu. En svona ganga hlutirnir. Hvað þurfti hann að vera að taka afstöðu til hluta sem hann vissi ekkert um?
Bestu kveðjur og gangi ykkur vel.
Posted by: ggauti | miðvikudagur, 12 nóvember 2008 at 10:51
Ótrúlegt mál frá upphafi til enda. Þess má til gamans geta að Geir forsætisráðherra fann sig knúinn til að tala um mögulega hættu sem enn steðjaði frá Rússneska birninum þegar þessi mál komu upp. Hann hefði betur hugsað um íslenska ísbjörninn sem felldi sig sjálfur.
Posted by: Skúli | miðvikudagur, 12 nóvember 2008 at 10:37