Í dag heyrði ég mann líkja Obama við Nelson Mandela. Ég hafði ekki kveikt á þessari samlíkingu en hún er fyllilega raunveruleg í mínum huga. Álit mitt á Obama hefur enn aukist síðan hann sigraði í kosningunum. Mér finnst hann algjörlega einstakur fyrir mannkosta sakir.
En þar með er sagan ekki öll. Michelle, dæturnar og þau öll saman eru einstaklega aðlaðandi fjölskylda. Venjulega eru eiginkonur forsetanna einskonar statistar. Ég held t.d. að ég hafi aldrei séð GWB tala við eða horfast í augu við spúsu sína. Nancy Regan stóð alltaf fyrir aftan kallinn og horfði aðdáunaraugum á hann og frú McCain stóð eins og múmía aftast á sviðinu alla kosningabaráttuna.
Michelle er bæði eldklár og flott kona. Þau hjónin horfast í augu, hlusta á hvort annað og hlæja saman. Þau snertast, taka utanum hvort annað og kyssast. Það geislar af þeim bæði vináttu og ást, en líka einhverskonar kynferðilegri gleði sem einkennir fólk sem nýtur öryggis í návist hvors annars. Þau eru algjört fyrirmyndarfólk. Maður hugsar ósjálfrátt að í svona sambandi vildi maður vera ef maður væri í sambandi á annað borð.
En myndir segja meira en mörg orð svo ég læt nokkrar myndir fylgja hérna.
Comments
You can follow this conversation by subscribing to the comment feed for this post.